Fótbolti

Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk

Sindri Sverrisson skrifar
Gleðin var við völd hjá þessum hressu stuðningsmönnum Íslands á Ölveri í dag.
Gleðin var við völd hjá þessum hressu stuðningsmönnum Íslands á Ölveri í dag. Sýn

Það vantaði ekkert upp á stemninguna hjá íslenskum stuðningsmönnum á Ölveri í Glæsibæ í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Ágúst Orri Arnarson var á svæðinu og ræddi við bjartsýna Íslendinga.

Stuðningsmenn Íslands söfnuðust saman á Ölveri og fjölmenni fylgdist með þegar Arnar Gunnlaugsson mætti um fimmleytið og hélt stutta kynningu, og leyfði fólkinu að sjá byrjunarlið Íslands á undan öllum öðrum.

Eins og sjá má í spilaranum hér að neðan tók Ágúst Orri púlsinn á glaðbeittum stuðningsmönnum sem vonandi hafa núna skilað sér allir á Laugardalsvöll áður en stórleikurinn hefst, klukkan 18:45 í beinni útsendingu á Sýn Sport. Uppselt er á leikinn, líkt og á leikinn við Frakkland á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×