Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 07:03 Jörðin séð frá gervihnetti NASA. NASA Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu. Skuggavaldið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira
En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu.
Skuggavaldið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira