Fótbolti

Sæ­var Atli í byrjunar­liðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon hitar upp fyrir síðasta byrjunarliðsleik sinn sem var á móti Lúxemborg í september 2023.
Sævar Atli Magnússon hitar upp fyrir síðasta byrjunarliðsleik sinn sem var á móti Lúxemborg í september 2023. Getty/Alex Nicodim

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á eftir.

Arnar gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í síðasta leik á móti Frökkum sem fór fram úti í París í síðasta glugga.

Þeir sem fara út eru Mikael Neville Anderson og Daníel Tristan Guðjohnsen en inn í staðinn koma þeir Albert Guðmundsson leikmaður Fiorentina og Sævar Atli Magnússon leikmaður Brann.

Albert missti af Frakkaleiknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir á móti Aserbaídsjan nokkrum dögum fyrr.

Sævar Atli er aftur á móti að byrja sinn fyrsta A-landsleik í meira en tvö ár eða síðan á móti Lúxembourg í september 2023. Það er líka eini keppnisleikurinn sem Sævar hefur byrjað.

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson og öll varnarlínan er óbreytt frá því í báðum leikjunum í síðasta landsliðsglugga.

Ísland vann 5-0 sigur á Aserbaídsjan í síðasta heimaleik og Stefán Teitur Þórðarson er sá eini úr því byrjunarliði sem er ekki í byrjunarliðinu í kvöld.

  • Byrjunarlið Íslands á móti Úkraínu
  • Elías Rafn Ólafsson
  • Guðlaugur Victor Pálsson
  • Sverrir Ingi Ingason
  • Daníel Leó Grétarsson
  • Mikael Egill Ellertsson
  • Jón Dagur Þorsteinsson
  • Ísak Bergmann Jóhannesson
  • Hákon Arnar Haraldsson
  • Albert Guðmundsson
  • Andri Lucas Guðjohnsen
  • Sævar Atli Magnússon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×