Fótbolti

Miða­sala á leik Ís­lands og Úkraínu hefst aftur í há­deginu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland Landslið karla í fótbolta spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalnum í kvöld.
Ísland Landslið karla í fótbolta spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Anton Brink

Það eru enn miðar í boði á hinn mikilvæga leik Íslands og Úkraínu á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á miðlum sínum að miðasala á leikinn hefst aftur í hádeginu í dag.

Það eru aftur á móti ekki margir miðar í boði.

Um er að ræða mjög takmarkað miðaframboð af frátektum sem gengið hafa til baka til KSÍ.

Miðasalan er sem fyrr á miðasöluvef KSÍ og hefst hún klukkan 12:00. Hægt verður að fara í biðröð á miðasöluvefnum frá klukkan 11:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×