Fæddist með gat á hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2025 08:32 Katja Snoeijs sést hér með fyrirliðabandið í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Jess Hornby Hollenska knattspyrnukonan Katja Snoeijs spilar nú í ensku úrvalsdeildinni en það er óhætt að segja að hún hafi byrjað lífið í miklu mótlæti. Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira