Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 06:32 Lionel Messi fær ekki að spila fyrir Argentínu í Chicago en þetta má rekja til aðgerða Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn innflytjendum í borginni. Getty/Rich Storry/Anna Moneymaker Vináttuleikur Argentínu og Púertó Ríkó, sem átti upphaflega að fara fram í næstu viku í Chicago, hefur verið fluttur til Flórída vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í borginni. Associated Press segir frá að leikurinn hafi verið færður milli borga í Bandaríkjunum. Vináttuleikurinn átti að fara fram þann 13. október á Soldier Field í Chicago en verður nú fluttur á Chase Stadium í Fort Lauderdale. Fótboltaáhugafólk í Chicago missir því af tækifærinu að sjá Lionel Messi spila í eigin persónu nú þegar hann á ekki eftir marga landsleiki á ferlinum. Heimildarmenn ESPN staðfestu að samningaviðræður um að halda leikinn á heimavelli Inter Miami, liðs Lionels Messi, stæðu yfir. Framkvæmdastjóri hjá argentínska knattspyrnusambandinu staðfesti flutninginn við AP og sagði ástæðuna vera óeirðir í Chicago, þar sem Donald Trump forseti hefur sent þjóðvarðliðið til að kveða niður mótmæli gegn hörðum aðgerðum gegn innflytjendum. Trump hefur einnig hótað því að flytja leiki á HM næsta sumar frá ákveðnum borgum en FIFA gaf það strax út að Bandaríkjaforseti hefði ekkert vald til þess. Meira en þúsund innflytjendur hafa verið handteknir síðan harðar aðgerðir hófust í síðasta mánuði á Chicago-svæðinu. Ríkisstjórn Trumps hét því að senda þjóðvarðliða sem lið í áætlun sinni um að fjölga brottvísunum. Argentína, ríkjandi heimsmeistari, mun leika annan vináttuleik á föstudag gegn Venesúela á Hard Rock Stadium í Miami. Inter Miami leikur næstsíðasta leik sinn á venjulegu keppnistímabili MLS á laugardag á Chase Stadium gegn Atlanta. Messi var valinn í hópinn fyrir báða leikina, sem eru hluti af undirbúningi Argentínu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári, sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Associated Press segir frá að leikurinn hafi verið færður milli borga í Bandaríkjunum. Vináttuleikurinn átti að fara fram þann 13. október á Soldier Field í Chicago en verður nú fluttur á Chase Stadium í Fort Lauderdale. Fótboltaáhugafólk í Chicago missir því af tækifærinu að sjá Lionel Messi spila í eigin persónu nú þegar hann á ekki eftir marga landsleiki á ferlinum. Heimildarmenn ESPN staðfestu að samningaviðræður um að halda leikinn á heimavelli Inter Miami, liðs Lionels Messi, stæðu yfir. Framkvæmdastjóri hjá argentínska knattspyrnusambandinu staðfesti flutninginn við AP og sagði ástæðuna vera óeirðir í Chicago, þar sem Donald Trump forseti hefur sent þjóðvarðliðið til að kveða niður mótmæli gegn hörðum aðgerðum gegn innflytjendum. Trump hefur einnig hótað því að flytja leiki á HM næsta sumar frá ákveðnum borgum en FIFA gaf það strax út að Bandaríkjaforseti hefði ekkert vald til þess. Meira en þúsund innflytjendur hafa verið handteknir síðan harðar aðgerðir hófust í síðasta mánuði á Chicago-svæðinu. Ríkisstjórn Trumps hét því að senda þjóðvarðliða sem lið í áætlun sinni um að fjölga brottvísunum. Argentína, ríkjandi heimsmeistari, mun leika annan vináttuleik á föstudag gegn Venesúela á Hard Rock Stadium í Miami. Inter Miami leikur næstsíðasta leik sinn á venjulegu keppnistímabili MLS á laugardag á Chase Stadium gegn Atlanta. Messi var valinn í hópinn fyrir báða leikina, sem eru hluti af undirbúningi Argentínu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári, sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira