Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 12:19 Eva Bergþóra Guðbergsdóttir er samskiptastjóri borgarinnar. Skjáskot/Reykjavíkurborg Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot
Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira