Innlent

Um­ferð stýrt eftir að ekið var á grind­verk á Austur­vegi

Atli Ísleifsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Slysið varð milli klukkan fjögur og fimm í nótt. Lögregla er þó enn að störfum að stýra umferð á staðnum.
Slysið varð milli klukkan fjögur og fimm í nótt. Lögregla er þó enn að störfum að stýra umferð á staðnum. Magnús Hlynur

Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun.

Atvikið átti sér stað milli klukkan fjögur og fimm í morgun, en lögregla var enn að stýra umferð þegar fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu ekki slys á fólki, en milli fimmtán og tuttugu metra kafli af grindverkinu skemmdist.

Um er að ræða nýtt grindverk sem komið var upp eftir að aspir sem þarna voru voru felldar.

Magnús Hlynur
Slysið varð milli klukkan fjögur og fimm í nótt. Lögregla er þó enn að störfum að stýra umferð á staðnum. Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×