Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:02 Jóhannes Frank Jóhannsson með skotblöðin sín en í þessa skotskífu þarf hann að hitta fimm sinnum af hundrað metra færi. Bítið Jóhannes Frank Jóhannsson varð heimsmeistari á dögunum í nákvæmnisskotfimi með rifflum í léttum flokki. Mótið fór fram í St. Louis í Bandaríkjunum. Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira