Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 16:41 Stöðvarfjörður er í Fjarðabyggð. Vísir/Vilhelm Á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. Það var síðast nú fyrir helgi sem tilkynning var birt á heimasíðu Fjarðabyggðar þar sem greint var frá að mengun hefði komið upp í vatnsbóli bæjarins vegna mikillar rigningar dagana á undan. Þess vegna sé mælt með að íbúar sjóði allt neysluvatn en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, til að mynda til að baða sig. Þar á undan greindist mengun í vatninu þann 9. september 2025 en sýni var tekið úr vatninu einnig vegna mikillar rigningar. Suðutilmæli voru í gildi í eina viku. Vert er að taka fram að tilkynning um að óhætt væri að hætt að sjóða vatnið kom tveimur dögum eftir að suðutilmælin féllu úr gildi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Hin fjögur tilfellin um mengun í neysluvatni Stöðfirðinga uppgötvuðust við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands samkvæmt svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu. Þann 22. júlí 2025 greindist mengun og voru suðutilmæli í gildi í alls níu daga. Geislunin nauðsynleg Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði fengu magapest vegna mengunartilfellsins í júlí sem reyndist vera ekólí- og kólígerlamengun. Sýnatakan var framkvæmd 22. júlí en formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar og íbúum var ekki tilkynnt um mengunina fyrr en sólarhring eftir það. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, sagði þá í viðtali á Vísi að rigning valdi íbúum kvíða og treysti þeir ekki vatnsbólinu. Ástandið hafi áhrif á daglegt líf fólks en hún var meðal þeirra sem veiktust vegna mengunarinnar. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva. Hún sagði í kvöldfréttum Sýnar 28. september að hún væri einnig farin að kaupa vatn til að létta á „suðeríinu.“ Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði þá í viðtali á Vísi í byrjun september að beðið sé eftir geislunartæki sem sé einnig nýtt víða um land í vatnsbólum líkt og þessu. Með uppsetningu tækisins verði vandamálið úr sögunni. Þau nýti þá allar mögulegar leiðar til að upplýsa íbúa, sendu til dæmis smáskilaboð á íbúana og birtu tilkynningar á heimasíðu, íbúasíðu og á svæðisbundnum miðlum. „Ef að aðstæður eru með þeim hætti að ekki er hægt að tryggja að yfirborðsvatn berist ekki í neysluvatn þá er gagnlegt og í raun nauðsynlegt að geisla vatnið. Geislun á neysluvatni með UV geislun sótthreinsar það og gerir það öruggt til neyslu,“ segir í skriflegu svari Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirspurn fréttastofu. Sjá nánar: Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Eitt mengunartilfelli kom upp í marsmánuði árið 2024 við reglubundið eftirlit og var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatnið í 25 daga eða til 2. apríl 2024. Ekkert tilfelli kom upp árið 2023 en eitt árið 2022 og annað árið 2021. Árið 2021 voru suðutilmæli í gildi í tæpar fjórar vikur en 2022 átta daga. Fjarðabyggð Vatnsból Vatn Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Það var síðast nú fyrir helgi sem tilkynning var birt á heimasíðu Fjarðabyggðar þar sem greint var frá að mengun hefði komið upp í vatnsbóli bæjarins vegna mikillar rigningar dagana á undan. Þess vegna sé mælt með að íbúar sjóði allt neysluvatn en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, til að mynda til að baða sig. Þar á undan greindist mengun í vatninu þann 9. september 2025 en sýni var tekið úr vatninu einnig vegna mikillar rigningar. Suðutilmæli voru í gildi í eina viku. Vert er að taka fram að tilkynning um að óhætt væri að hætt að sjóða vatnið kom tveimur dögum eftir að suðutilmælin féllu úr gildi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Hin fjögur tilfellin um mengun í neysluvatni Stöðfirðinga uppgötvuðust við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands samkvæmt svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu. Þann 22. júlí 2025 greindist mengun og voru suðutilmæli í gildi í alls níu daga. Geislunin nauðsynleg Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði fengu magapest vegna mengunartilfellsins í júlí sem reyndist vera ekólí- og kólígerlamengun. Sýnatakan var framkvæmd 22. júlí en formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar og íbúum var ekki tilkynnt um mengunina fyrr en sólarhring eftir það. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, sagði þá í viðtali á Vísi að rigning valdi íbúum kvíða og treysti þeir ekki vatnsbólinu. Ástandið hafi áhrif á daglegt líf fólks en hún var meðal þeirra sem veiktust vegna mengunarinnar. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva. Hún sagði í kvöldfréttum Sýnar 28. september að hún væri einnig farin að kaupa vatn til að létta á „suðeríinu.“ Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði þá í viðtali á Vísi í byrjun september að beðið sé eftir geislunartæki sem sé einnig nýtt víða um land í vatnsbólum líkt og þessu. Með uppsetningu tækisins verði vandamálið úr sögunni. Þau nýti þá allar mögulegar leiðar til að upplýsa íbúa, sendu til dæmis smáskilaboð á íbúana og birtu tilkynningar á heimasíðu, íbúasíðu og á svæðisbundnum miðlum. „Ef að aðstæður eru með þeim hætti að ekki er hægt að tryggja að yfirborðsvatn berist ekki í neysluvatn þá er gagnlegt og í raun nauðsynlegt að geisla vatnið. Geislun á neysluvatni með UV geislun sótthreinsar það og gerir það öruggt til neyslu,“ segir í skriflegu svari Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirspurn fréttastofu. Sjá nánar: Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Eitt mengunartilfelli kom upp í marsmánuði árið 2024 við reglubundið eftirlit og var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatnið í 25 daga eða til 2. apríl 2024. Ekkert tilfelli kom upp árið 2023 en eitt árið 2022 og annað árið 2021. Árið 2021 voru suðutilmæli í gildi í tæpar fjórar vikur en 2022 átta daga.
Fjarðabyggð Vatnsból Vatn Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira