Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 20:52 Helga Vala Helgadóttir lögmaður sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Vísir/Bjarni Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala. Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala.
Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira