Sport

Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir lætur bumbuna ekki trufla sig. Hér er hún með fjölskyldu sinni sem stækkar í byrjun næsta árs.
Anníe Mist Þórisdóttir lætur bumbuna ekki trufla sig. Hér er hún með fjölskyldu sinni sem stækkar í byrjun næsta árs. @anniethorisdottir

Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er ófrísk af sínu þriðja barni. Hún æfir kannski ekki eins mikið og áður á þessari meðgöngu og hinum sem fóru á undan en gerir þó miklu meira en flestir reyna við í sömu stöðu.

Anníe Mist er komin fimm mánuði á leið og á því að eiga barnið í febrúar á næsta ári.

Hún eignaðist Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur í ágúst 2002 og Atlas Tý Ægidius Frederiksson í apríl 2024.

Annie setti nýverið inn myndband á samfélagsmiðla sina þar sem má sjá hana ólétta ganga um á höndum eins og ekkert er.

„Varð bara að prófa hvort ég gæti þetta ennþá. Jafnvægið reyndar aðeins öðruvísi en ég elska að vera á hvolfi,“ skrifaði Anníe. Hún stendur fyrst á höndum en snýr sér síðan eins og ekkert sé.

Börnin hennar tvö eru ekki langt í burtu og Freyja Mist reynir að herma eftir móður sinni. Það má líka sjá mömmu reyna að kenna dóttur sinni réttu handtökin.

„Ég elska það síðan enn meira að þau vilja prófa allt sem ég er að gera. Nýtt þó fyrir mér að eiga við illskukast af því að þau ná ekki að gera þetta alveg um leið,“ skrifaði Anníe.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×