„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 08:50 Brynjar Níelsson tók við sem dómari við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. „Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann. Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann.
Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira