Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 11:33 Launafólk Alþýðusambands Íslands og BSRB svöruðu könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat. Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat.
Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira