Körfubolti

Craig Peder­sen heldur á­fram með ís­lenska lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Pedersen stýrir hér íslenska landsliðinu á Evrópumótinu.
Craig Pedersen stýrir hér íslenska landsliðinu á Evrópumótinu. Vísir/Hulda Margrét

Craig Pedersen verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

Karfan.is hefur heimildir fyrir því að Pedersen sé búinn að gera nýjan tveggja ára samning við Körfuboltasamband Íslands.

Pedersen mun þar með stýra liðinu út næstu undankeppni HM en hún hefst með leikjum í nóvember.

Þriggja ára samningur Pedersen rann út eftir Evrópumótið í Póllandi í sumar en þetta var í þriðja sinn sem Pedersen fer með íslenska liðið í úrslitakeppni Evrópumótsins.

Pedersen hefur þjálfað íslenska landsliðið í ellefu ár eða frá árinu 2014. Hann hefur alls stýrt íslenska liðinu í 108 leikjum. 45 þeirra hafa unnist eða 42 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×