Samstarf

KLAK health býður sprota­fyrir­tæki í heilsutækni vel­komin

KLAK
Hópurinn sem stendur á bak við KLAK health. Til vinstri eru Haraldur Bergvinsson verkefnastjóri KLAK health og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóra KLAK Icelandic Startups. Fulltrúar bakhjarla eru með á mynd en þeir eru Heilbrigðisráðuneytið, Landspítali, Íslandsbanki, Helix, Kerecis, Nox Medical, Össur, Veritas og LIFA Ventures.
Hópurinn sem stendur á bak við KLAK health. Til vinstri eru Haraldur Bergvinsson verkefnastjóri KLAK health og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóra KLAK Icelandic Startups. Fulltrúar bakhjarla eru með á mynd en þeir eru Heilbrigðisráðuneytið, Landspítali, Íslandsbanki, Helix, Kerecis, Nox Medical, Össur, Veritas og LIFA Ventures. Mynd/Eygló Gísladóttir.

KLAK health er viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum sprotafyrirtækja í heilsutækni. Viðskiptahraðallinn hefst 27. október og stendur yfir í fimm vikur. Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 5. október.

KLAK health er fyrsti heilsutæknihraðallinn sem haldinn er hérlendis og er ætlaður lausnum af öllum stærðum og gerðum á sviði heilsutækni, allt frá hugmyndum sem tengjast líkamlegri eða andlegri heilsu einstaklinga til sérhæfðra verkefna sem styðja við starfsemi heilbrigðiskerfisins,“ segir Haraldur Bergvinsson, verkefnastjóri hjá KLAK. „Markmið hraðalsins er að styðja við nýsköpun í heilbrigðiskerfinu á heildrænan hátt og skapa jarðveg fyrir sprota í heilsutækni til að vaxa og þróast.“

Haraldur Bergvinsson, verkefnastjóri hjá KLAK.Mynd/Eygló Gísladóttir.

Hægt er að sækja um á vef KLAK.

Hann segir heilsutækni vera í miklum vexti á heimsvísu og Ísland hafi tækifæri til að vera með í þeirri þróun. „Við höfum sterkt heilbrigðiskerfi, öflugt nýsköpunarumhverfi og aðgang að hæfu fólki sem hefur byggt upp lausnir sem bæði nýtast hér heima og erlendis. Það sem hefur vantað er sértækur stuðningur við heilsutæknifyrirtæki, þar sem heilbrigðisumhverfið einkennist af flóknu regluverki og krefjandi markaði, en það er akkúrat það sem KLAK health býður upp á.“

Umsóknarfrestur er til miðnættis á sunnudag, 5. október eins og fyrr segir, og Haraldur segir að leitað sé að sprotateymum sem sem vinna að lausnum á sviði heilsutækni, hvort sem þær snúi að líkamlegri eða andlegri heilsu einstaklinga eða styðja við starfsemi heilbrigðiskerfisins. „Við erum í raun opin fyrir öllu sem hefur einhverja tengingu við heilsu einstaklinga eða heilbrigðisgeirann, stórt eða smátt, og hvetjum alla sem eru með verkefni eða viðskiptahugmynd tengda heilsutækni til sækja um. Hraðallinn er öllum opinn og við tökum vel í allar umsóknir.“

Helstu svör og spurningar um KLAK health.

Hraðallinn byggir á alþjóðlegri fyrirmynd og verða allt að tíu fyrirtæki valin til þátttöku í hraðlinum. Þau fá aðgang að skrifstofuaðstöðu í Grósku á meðan á hraðlinum stendur og njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra lykilaðila í vistkerfinu, ásamt sérfræðingum og stjórnendum. 

Mynd/Eygló Gísladóttir.

„Við höfum fengið til liðs við okkur sérfræðinga bæði úr nýsköpunarumhverfinu og úr heilbrigðiskerfinu, sem munu veita teymunum dýrmæta innsýn og hagnýta ráðgjöf. Einnig muna frumkvöðlar úr heilsutæknigeiranum koma og deila eigin reynslu og lærdómi af rekstri slíkra fyrirtækja til að styðja sprotana í hraðlinum. Öll þessi þjónusta og leiðsögn býðst þátttakendum að kostnaðarlausu.“

Allar nánari upplýsingar má finna á vef KLAK health.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×