Sport

Höfðingjarnir vaknaðir og ó­trú­legt jafn­tefli í Dallas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, sýndi sparihliðarnar í gær.
Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, sýndi sparihliðarnar í gær. vísir/getty

Gærdagurinn í NFL-deildinni var ótrúlegur. Hann byrjaði með spennutrylli í Dublin og endaði með jafntefli í Dallas.

Risaleikur helgarinnar var viðureign Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens. Bæði lið valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar og mikið undir.

Það er skemmst frá því að segja að Chiefs pakkaði Ravens saman. Skellur fyrir Ravens og það sem meira er þá meiddist leikstjórnandi liðsins, Lamar Jackson.

Indianapolis Colts og San Diego Chargers töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni og slíkt hið sama gerði Tampa Bay Buccaneers er liðið fékk meistara Philadelphia Eagles í heimsókn.

Næturleikurinn á milli Dallas Cowboys og Green Bay Packers var síðan ótrúlegur. Hann endaði með jafntefli eftir lygilega dramatík. Packers jafnaði metin er leiktíminn í framlengingu rann út.

Úrslit:

Cowboys - Packers 40-40

Cardinals - Seahawks 20-23

Steelers - Vikings 24-21

Falcons - Commanders 34-27

Bills - Saints 31-19

Lions - Browns 34-10

Patriots - Panthers 42-13

Giants - Chargers 21-18

Bucs - Eagles 25-31

Texans - Titans 26-0

Rams - Colts 27-20

49ers - Jaguars 21-26

Chiefs - Ravens 37-20

Raiders - Bears 24-25

Í nótt:

Dolphins - Jets

Broncos - Bengals




Fleiri fréttir

Sjá meira


×