Innlent

Um­fangs­miklar á­rásir og símengað neyslu­vatn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Kona, sem býr á Stöðvarfirði, segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði og biðlar til stjórnvalda að taka málið alvarlega. 

Við verðum í beinni útsendingu frá Hafnarfjarfjarðarhöfn þar sem bátur sökk í gærkvöldi. Það er í annað sinn sem báturinn sekkur í höfnina á fimm árum, en í fyrra skiptið fannst engin skýring.

Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 

Í íþróttapakkanum verður farið yfir helstu tíðindi úr Bestu deildinni og dramatískan dag á Ryder bikarnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×