Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 12:20 Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum í gærkvöld. vísir/aðsend Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“ Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira