Fótbolti

Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær

Siggeir Ævarsson skrifar
Haaland skoraði tvö í gær
Haaland skoraði tvö í gær EPA/PETER POWELL

Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og við ætlum að fara yfir það helsta hér að neðan í máli og myndum.

Manchester City vann öruggan sigur á Burnley 5-1 þar sem sá fáheyrði atburður átti sér stað að sami leikmaðurinn skoraði tvö sjálfsmörk, en það hafði aðeins gerst fimm sinnum áður í sögu deildarinnar. Erling Haaland skoraði líka tvö mörk og er þá kominn með átta mörk í deildinni.

Klippa: Manchester City - Burnley 5-1

Fyrsti leikur dagsins var viðureign Brentford og Manchester United þar sem hrakfarir United héldu ótrauðar áfram. Brentford komst yfir í upphafi leiks eftir skelfileg varnarmistök Harry Maguire og þá brenndi fyrirliðinn Bruno Fernandes af víti í stöðunni 2-1. Lokatölur 3-1, verðskuldaður sigur Brentford meðan að ógæfu United verður allt að vopni.

Klippa: Brentford - Manchester United 3-1

Chelsea tók á móti Brighton og annan leikinn í röð kláruðu Chelsa leikinn manni færri en Trevoh Chalobah fékk að líta rauða spjaldið á 53. mínútu í stöðunni 1-0. Brighton skoraði þrisvar eftir það, þarf af tvö mörk í uppbótartíma sem var ellefu mínútur.

Klippa: Chelsea - Brighton 1-3

Úlfarnir sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Tottenham en heimamenn björguðu stiginu á elleftu stundu.

Klippa: Tottenham - Wolves 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×