Íslenski boltinn

Rúnar gerir nýjan samning við Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Kristinsson kom Fram í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla.
Rúnar Kristinsson kom Fram í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla. vísir/diego

Þjálfarinn Rúnar Kristinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram.

Rúnar tók við Fram fyrir síðasta tímabil og hefur gert góða hluti með liðið. Það endaði í 9. sæti Bestu deildar karla í fyrra og er núna í 6. sæti, þegar fjórum umferðum er ólokið.

Rúnar þjálfaði KR í tvígang og gerði liðið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann hefur einnig þjálfað Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu.

Næsti leikur Fram er gegn Val annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×