Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. september 2025 00:03 Höfuðstöðvar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og höfuðstöðvar Sýnar, sem rekur meðal annars fréttastofu Sýnar, Vísis og Bylgjunnar. Vísir Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka. Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent