Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. september 2025 00:03 Höfuðstöðvar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og höfuðstöðvar Sýnar, sem rekur meðal annars fréttastofu Sýnar, Vísis og Bylgjunnar. Vísir Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka. Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira