Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 16:32 Matthías Björn er nítján ára. Hann mætti í jakkafötum í dómsal þegar málið var til meðferðar. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða segir dómara í málinu ekki taka mið af þeim augljósu hagsmunum sem Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson hafi af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og beindi dómari þeim tilmælum til verjenda að hann færi ekki í dreifingu enda væru viðkvæm atriði sem ætti eftir að afmá úr dómnum. Sævar Þór Jónsson verjandi Matthíasar hefur kynnt sér niðurstöðu dómsins sem telur um hundrað blaðsíður. „Dómurinn byggir á framburði meðákærðu, Stefáns og Lúkasar, um meint ofbeldi Matthíasar, án þess að gæta að þeim augljósu hagsmunum sem þeir hafa af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Framburður Matthíasar um takmarkaða aðkomu og þvinganir og hræðslu við meðákærðu er metinn ótrúverðugur án fullnægjandi rökstuðnings. Rökstuðningur dómsins fyrir niðurstöðu um ásetning, lægsta stig, er ófullnægjandi,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur byggi að hans sögn á sakfellingu Matthíasar á samverknaði hans með Stefáni og Lúkasi Geir. „Dómurinn gerir þó ekki nægjanlegan greinarmun á þætti hvers og eins og þeim ásetningi sem lá að baki. Niðurstaða um samverknað er of almenn og dregin af ályktunum. Dómurinn leggur sameiginlega ábyrgð á alla þrjá ákærðu án þess að sýna fram á að sameiginlegur ásetningur hafi náð til manndráps,“ segir Sævar Þór. „Þótt þeir hafi verið samverkamenn um frelsissviptingu og rán þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir hafi verið samverkamenn um manndráp. Sönnunarfærsla héraðsdóms er áfátt og byggir á röngu mati á sönnunargögnum og of víðtækri túlkun á hugtakinu samverknaður. Sá vafi sem fyrir hendi er um huglæga afstöðu Matthíasar og aðkomu hans að banvænum áverkum verður að túlka honum í hag. Vafinn virðist þó ekki skýrður Matthíasi í hag.“ Dómi Matthíasar Björns verði áfrýjað. Matthías hélt því fram við aðalmeðferð málsins að hann hefði aðeins verið ökumaður og ekki tekið þátt í frelsissviptingunni. Lýsingar hans á atburðarásinni um nóttina var töluvert frábrugðin þeirri hjá Stefáni og Lúkasi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu. Dómsmál Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og beindi dómari þeim tilmælum til verjenda að hann færi ekki í dreifingu enda væru viðkvæm atriði sem ætti eftir að afmá úr dómnum. Sævar Þór Jónsson verjandi Matthíasar hefur kynnt sér niðurstöðu dómsins sem telur um hundrað blaðsíður. „Dómurinn byggir á framburði meðákærðu, Stefáns og Lúkasar, um meint ofbeldi Matthíasar, án þess að gæta að þeim augljósu hagsmunum sem þeir hafa af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Framburður Matthíasar um takmarkaða aðkomu og þvinganir og hræðslu við meðákærðu er metinn ótrúverðugur án fullnægjandi rökstuðnings. Rökstuðningur dómsins fyrir niðurstöðu um ásetning, lægsta stig, er ófullnægjandi,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur byggi að hans sögn á sakfellingu Matthíasar á samverknaði hans með Stefáni og Lúkasi Geir. „Dómurinn gerir þó ekki nægjanlegan greinarmun á þætti hvers og eins og þeim ásetningi sem lá að baki. Niðurstaða um samverknað er of almenn og dregin af ályktunum. Dómurinn leggur sameiginlega ábyrgð á alla þrjá ákærðu án þess að sýna fram á að sameiginlegur ásetningur hafi náð til manndráps,“ segir Sævar Þór. „Þótt þeir hafi verið samverkamenn um frelsissviptingu og rán þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir hafi verið samverkamenn um manndráp. Sönnunarfærsla héraðsdóms er áfátt og byggir á röngu mati á sönnunargögnum og of víðtækri túlkun á hugtakinu samverknaður. Sá vafi sem fyrir hendi er um huglæga afstöðu Matthíasar og aðkomu hans að banvænum áverkum verður að túlka honum í hag. Vafinn virðist þó ekki skýrður Matthíasi í hag.“ Dómi Matthíasar Björns verði áfrýjað. Matthías hélt því fram við aðalmeðferð málsins að hann hefði aðeins verið ökumaður og ekki tekið þátt í frelsissviptingunni. Lýsingar hans á atburðarásinni um nóttina var töluvert frábrugðin þeirri hjá Stefáni og Lúkasi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu.
Dómsmál Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03