Íslenski boltinn

Arnar ekki á­fram með Fylki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Grétarsson verður ekki áfram í Árbænum.
Arnar Grétarsson verður ekki áfram í Árbænum. getty/Rob Casey

Ekki verður framhald á samstarfi Arnars Grétarssonar og Fylkis. Hann stýrði liðinu seinni hluta tímabilsins.

Arnar tók við Fylki um miðjan júlí. Liðið var í fallbaráttu fram í lokaumferð Lengjudeildar karla en bjargaði sér fyrir horn.

Í dag sendi Fylkir frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Arnar verði ekki áfram þjálfari liðsins.

Auk Fylkis hefur Arnar stýrt Breiðabliki, KA og Val hér á landi auk Roeselare í Belgíu. Þá var hann íþróttastjóri hjá AEK Aþenu og Club Brugge.

Fylkir endaði í tólfta og neðsta sæti Bestu deildarinnar í fyrra og í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Fylkismenn unnu fjóra af síðustu fimm leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×