Enski boltinn

Látinn eftir höfuð­högg í leik

Valur Páll Eiríksson skrifar
Billy Vilgar gekk í raðir Arsenal 14 ára að aldri og spilaði með unglingaliðum þess.
Billy Vilgar gekk í raðir Arsenal 14 ára að aldri og spilaði með unglingaliðum þess. Arsenal

Billy Vilgar, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn aðeins 21 árs að aldri eftir að hafa hlotið heilaskaða sökum höfuðhöggs í leik á dögunum.

Vilgar varð fyrir meiðslunum í leik með Chichester City í sjöundu efstu deild Englands á laugardaginn var. Leikurinn var flautaður af eftir höfuðhöggið.

Chichester skýrði frá því á mánudag að Vilgar lægi á bráðadeild spítala í dái. Félagið greindi svo frá andláti hans á samfélagsmiðlum þess í kvöld.

Í yfirlýsingu félagsins segir að Vilgar hafi undirgengist aðgerð vegna meiðslanna á þriðjudag. Sú aðgerð hafi gengið vel en skaðinn hafi einfaldlega verið of mikill eftir höggið og hafi hann látist í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×