Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 18:08 Sigurdís segir hreyfingu af hinu góða en vert sé að kanna betur áhrif ofurhlaupa á líkamann og möguleg tengsl við ristilkrabbamein. Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. Sigurdís Haraldsdóttir ræddi rannsóknina í Reykjavík síðdegis, en rannsóknin var kynnt á stærstu krabbameinsráðstefnu í heimi í Bandaríkjunum í júní. Rannsóknin gefur til kynna að vísbendingar séu um tengsl milli ofurhlaupa og ristilkrabbameins en Sigurdís tekur fram að enn eigi eftir að birta rannsóknina, auk þess sem í hana vanti samanburðarhóp. Ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamhengi sé á milli hlaupa og krabbameins en niðurstöðurnar séu þó sláandi. Kannað hvort ofurhlaupin valdi sepamyndun Í þættinum er Sigurdís spurð að því hvort það sé óhollt að hlaupa. Því svarar hún neitandi. Læknarnir sem framkvæmt hafi rannsóknina hafi tekið eftir því að á spítala þar sem þeir eru starfandi hafi komið upp tilfelli ultramaraþonhlaupara með ristilkraba. „Hér er verið að skoða fólk sem hefur hlaupið ultramaraþon eða fimm maraþon að minnsta kosti. Og við vitum það að þegar fólk hleypur þessi löngu maraþon þá getur orðið svona minnkað blóðflæði til garnar og jafnvel blóðþurrð í görn. Hér er verið að skoða það þá hvort það gæti jafnvel mögulega valdið sepamyndun og/eða ristilkrabbameinum.“ Þegar hlaupið sé svo langar vegalengdir þá minnki blóðstreymi til innyfla. Hundrað manns hafi verið skoðaðir í rannsókninni, allir höfðu hlaupið ultramaraþon eða fimm maraaþon eða fleiri og voru þau á aldrinum 35 til 50 ára og tekin í ristilspeglun. „Og svo var þá verið að skoða hversu margir höfðu sepa og niðurstöðurnar voru ansi sláandi því fimmtán prósent af fólki höfðu sepa sem voru annað hvort stórir eða voru með svona forstigsbreytingar ristilkrabbameins og þeir höfðu engan samanburðarhóp en bera í rauninni saman við sögulega tíðni sem hefði átt að vera nær kannski einu og hálfu prósenti.“ Sigurdís tekur fram að setja þurfi fyrirvara við niðurstöður rannsóknarinnar á þessum tímapunkti. Enginn samanburðarhópur hafi verið til staðar og ekki sé alveg ljóst hvort þarna sé orsakasamhengi á milli. Þá sé rannsóknin enn óbirt en ástæða sé til að skoða þetta betur. Hreyfing almennt af hinu góða Sigurdís minnir á að fyrir meðaljón sé mjög mikilvægt að hreyfa sig og það dragi hreinlega úr áhættu á því að fá krabbamein líkt og ristilkrabbamein. Rannsókn af sömu ráðstefnu í Bandaríkjunum hafi leitt það í ljós. Fólk með krabbamein sem hafi hreyft sig hafi lifað lengur. „Síðan varðandi aðra áhættuþætti sem geta haft áhrif, þá er að forðast áfengi og reykingar. Hreyfa sig og maður þarf að hugsa um mataræði og þá sér í lagi að borða trefjar, ávexti, grænmeti, forðast mikið kjöt og unnar kjötvörur sérstaklega,“ segir Sigurdís. Hún bætir því við að ristilkrabbi leiti í fjölskyldur. Sé fólk með fjölskyldusögu af ristilkrabbameini sé mikilvægt að fara fyrr í skimun, frá fjörutíu ára aldri. Ofurhlauparar fylgist með einkennum Full ástæða sé til að fylgja eftir rannsókninni á tengslum ofurhlaupa og krabbameins. Þörf sé á fleiri rannsóknum og stærri. „En við þurfum að hafa það í huga að nýgengni í ristilkrabbameini eru á uppleið í ungu fólki, þannig að við þetta fólk sem og annað myndi ég segja ef fólk er með einhver einkenni þá ætti það auðvitað að tala við lækni. Og hvaða einkenni? Ég meina það er eins og blóð í hægðum, blóðskortur sem er óútskýrður, hægðabreytingar eða þyngdartap, verkir í kvið, þetta eru allt einkenni sem fólk ætti að leita til læknis út af.“ Krabbamein Heilsa Hlaup Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Sigurdís Haraldsdóttir ræddi rannsóknina í Reykjavík síðdegis, en rannsóknin var kynnt á stærstu krabbameinsráðstefnu í heimi í Bandaríkjunum í júní. Rannsóknin gefur til kynna að vísbendingar séu um tengsl milli ofurhlaupa og ristilkrabbameins en Sigurdís tekur fram að enn eigi eftir að birta rannsóknina, auk þess sem í hana vanti samanburðarhóp. Ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamhengi sé á milli hlaupa og krabbameins en niðurstöðurnar séu þó sláandi. Kannað hvort ofurhlaupin valdi sepamyndun Í þættinum er Sigurdís spurð að því hvort það sé óhollt að hlaupa. Því svarar hún neitandi. Læknarnir sem framkvæmt hafi rannsóknina hafi tekið eftir því að á spítala þar sem þeir eru starfandi hafi komið upp tilfelli ultramaraþonhlaupara með ristilkraba. „Hér er verið að skoða fólk sem hefur hlaupið ultramaraþon eða fimm maraþon að minnsta kosti. Og við vitum það að þegar fólk hleypur þessi löngu maraþon þá getur orðið svona minnkað blóðflæði til garnar og jafnvel blóðþurrð í görn. Hér er verið að skoða það þá hvort það gæti jafnvel mögulega valdið sepamyndun og/eða ristilkrabbameinum.“ Þegar hlaupið sé svo langar vegalengdir þá minnki blóðstreymi til innyfla. Hundrað manns hafi verið skoðaðir í rannsókninni, allir höfðu hlaupið ultramaraþon eða fimm maraaþon eða fleiri og voru þau á aldrinum 35 til 50 ára og tekin í ristilspeglun. „Og svo var þá verið að skoða hversu margir höfðu sepa og niðurstöðurnar voru ansi sláandi því fimmtán prósent af fólki höfðu sepa sem voru annað hvort stórir eða voru með svona forstigsbreytingar ristilkrabbameins og þeir höfðu engan samanburðarhóp en bera í rauninni saman við sögulega tíðni sem hefði átt að vera nær kannski einu og hálfu prósenti.“ Sigurdís tekur fram að setja þurfi fyrirvara við niðurstöður rannsóknarinnar á þessum tímapunkti. Enginn samanburðarhópur hafi verið til staðar og ekki sé alveg ljóst hvort þarna sé orsakasamhengi á milli. Þá sé rannsóknin enn óbirt en ástæða sé til að skoða þetta betur. Hreyfing almennt af hinu góða Sigurdís minnir á að fyrir meðaljón sé mjög mikilvægt að hreyfa sig og það dragi hreinlega úr áhættu á því að fá krabbamein líkt og ristilkrabbamein. Rannsókn af sömu ráðstefnu í Bandaríkjunum hafi leitt það í ljós. Fólk með krabbamein sem hafi hreyft sig hafi lifað lengur. „Síðan varðandi aðra áhættuþætti sem geta haft áhrif, þá er að forðast áfengi og reykingar. Hreyfa sig og maður þarf að hugsa um mataræði og þá sér í lagi að borða trefjar, ávexti, grænmeti, forðast mikið kjöt og unnar kjötvörur sérstaklega,“ segir Sigurdís. Hún bætir því við að ristilkrabbi leiti í fjölskyldur. Sé fólk með fjölskyldusögu af ristilkrabbameini sé mikilvægt að fara fyrr í skimun, frá fjörutíu ára aldri. Ofurhlauparar fylgist með einkennum Full ástæða sé til að fylgja eftir rannsókninni á tengslum ofurhlaupa og krabbameins. Þörf sé á fleiri rannsóknum og stærri. „En við þurfum að hafa það í huga að nýgengni í ristilkrabbameini eru á uppleið í ungu fólki, þannig að við þetta fólk sem og annað myndi ég segja ef fólk er með einhver einkenni þá ætti það auðvitað að tala við lækni. Og hvaða einkenni? Ég meina það er eins og blóð í hægðum, blóðskortur sem er óútskýrður, hægðabreytingar eða þyngdartap, verkir í kvið, þetta eru allt einkenni sem fólk ætti að leita til læknis út af.“
Krabbamein Heilsa Hlaup Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?