Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. september 2025 08:02 Berglind Björg Þorvaldsdóttir veit sannarlega hvar markið er. Vísir/Sigurjón Berglind Björg Þorvaldsdóttir kveðst hvergi nærri hætt en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna og varð um helgina markahæst í sögu Breiðabliks. Hún bankar hressilega á dyrnar hjá landsliðinu með framgöngu sinni í sumar. Berglind Björg fór mikinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu er Breiðablik vann 9-2 sigur á Þór/KA um helgina. Hún skoraði heil fimm mörk og er þar með orðin markahæsta kona í sögu Breiðabliks og tók þar með fram úr Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem skoraði á sínum tíma 195 mörk en Berglind hefur með sínum fimm um helgina, nú skorað 198 mörk. „Ég er bara virkilega stolt af þessu og meyr yfir að hafa slegið þetta met. Ég heyrði í kallkerfinu þegar ég skoraði að ég væri búin að bæta metið hennar. Tilfinningar út um allt,“ segir Berglind. Berglind Björg er langmarkahæst í deildinni með 20 mörk, fimm mörkum á undan liðsfélaga sínum Birtu Georgsdóttur. Næstu konur þar á eftir hafa skorað tíu. Henni hefur því svo sannarlega gengið vel að finna netmöskvana í sumar. „Ég sá það alls ekki fyrir. Ég held ég hafi aldrei farið í 20 mörk. Ég er mjög ánægð með þetta og þakklát liðsfélögum mínum að mata mig,“ segir Berglind sem var ákveðin í að gera vel með Blikaliðinu eftir vonbrigðatímabil með Val í fyrra en Hlíðarendafélagið leysti hana undan samningi í kjölfarið. „Klárlega. Markmiðið var alltaf að koma til baka og sýna gömlu góðu Berglindi. Að ég gæti þetta ennþá, sem ég get klárlega. Ég er hvergi nærri hætt,“ segir hún. Ekki heyrt frá Þorsteini Berglind er lang markahæst í deildinni, fimm mörkum á undan næstu konu. Hún á 72 landsleiki að baki en hefur verið utan hópsins í rúm tvö og hálft ár. En gerir hún tilkall til landsliðssætis með frammistöðu sumarsins? „Það væri algjör bónus. Það eina sem ég get gert er að sýna inni á vellinum að ég geti þetta ennþá - að ég geti skorað mörk og svona. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) verður bara að horfa á það,“ segir Berglind sem hefur ekki heyrt frá landsliðsþjálfaranum þegar um mánuður er í næsta verkefni. „Ég hef ekkert heyrt frá honum ennþá,“ segir Berglind. En þú bíður við símann? „Ég bíð við símann,“ segir Berglind og skellir upp úr. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28 Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Berglind Björg fór mikinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu er Breiðablik vann 9-2 sigur á Þór/KA um helgina. Hún skoraði heil fimm mörk og er þar með orðin markahæsta kona í sögu Breiðabliks og tók þar með fram úr Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem skoraði á sínum tíma 195 mörk en Berglind hefur með sínum fimm um helgina, nú skorað 198 mörk. „Ég er bara virkilega stolt af þessu og meyr yfir að hafa slegið þetta met. Ég heyrði í kallkerfinu þegar ég skoraði að ég væri búin að bæta metið hennar. Tilfinningar út um allt,“ segir Berglind. Berglind Björg er langmarkahæst í deildinni með 20 mörk, fimm mörkum á undan liðsfélaga sínum Birtu Georgsdóttur. Næstu konur þar á eftir hafa skorað tíu. Henni hefur því svo sannarlega gengið vel að finna netmöskvana í sumar. „Ég sá það alls ekki fyrir. Ég held ég hafi aldrei farið í 20 mörk. Ég er mjög ánægð með þetta og þakklát liðsfélögum mínum að mata mig,“ segir Berglind sem var ákveðin í að gera vel með Blikaliðinu eftir vonbrigðatímabil með Val í fyrra en Hlíðarendafélagið leysti hana undan samningi í kjölfarið. „Klárlega. Markmiðið var alltaf að koma til baka og sýna gömlu góðu Berglindi. Að ég gæti þetta ennþá, sem ég get klárlega. Ég er hvergi nærri hætt,“ segir hún. Ekki heyrt frá Þorsteini Berglind er lang markahæst í deildinni, fimm mörkum á undan næstu konu. Hún á 72 landsleiki að baki en hefur verið utan hópsins í rúm tvö og hálft ár. En gerir hún tilkall til landsliðssætis með frammistöðu sumarsins? „Það væri algjör bónus. Það eina sem ég get gert er að sýna inni á vellinum að ég geti þetta ennþá - að ég geti skorað mörk og svona. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) verður bara að horfa á það,“ segir Berglind sem hefur ekki heyrt frá landsliðsþjálfaranum þegar um mánuður er í næsta verkefni. „Ég hef ekkert heyrt frá honum ennþá,“ segir Berglind. En þú bíður við símann? „Ég bíð við símann,“ segir Berglind og skellir upp úr. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28 Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
„Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52