Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 23:02 Ásgeir segir lögregluna alltaf taka vel í hugmyndir um hvernig mega bæta starf hennar. Hann hafi mestar áhyggjur af mönnun. Vísir/Vilhelm Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“ Lögreglan Reykjavík Mjódd Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“
Lögreglan Reykjavík Mjódd Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira