Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta síðan í janúar og stefnir á HM 2027. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir var ósátt við svör KSÍ þegar gengið var framhjá henni við val á landsliðsþjálfara kvenna í ársbyrjun 2021. Í dag er hún þó sátt í Belgíu og stefnir á HM eftir tvö ár. KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira
KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira