„Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:02 Tinna Sól nýtur lífsins á Balí. Aðsend „Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti. Balí og Barcelona „Ég flutti til Balí vegna þess að hluti af náminu mínu er starfsnám sem gefur mér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum. Ég ákvað því að grípa tækifærið og eyða næstu mánuðum hér, sérstaklega þar sem ég hef komið hingað tvisvar áður og Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu,“ segir Tinna Sól en hjúin, sem eru bæði í starfsnámi á Balí, hafa verið úti í rúman mánuð og verða í þrjá mánuði í viðbót. Tinna Sól býr með Brynjari kærasta sínum úti.Aðsend Tinna Sól er mikil ævintýramanneskja og stundar nám við ferðamannastjórnun í Barcelona. „Ég hef búið í Barcelona síðastliðin þrjú ár. Það hefur verið ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík upplifun og eftir starfsnámið á Balí fer ég aftur þangað.“ Hjúin elska lífið á Balí.Aðsend Draumasólsetur alla daga Hún segir daglegt líf á Balí mjög þægilegt. „Virku dagarnir eru frekar í rútínu, vinna, sólbað og ræktin. Síðan er algengt að fara seinnipartinn niður á strönd og horfa á sólsetrið, sem ég elska. Um helgar reynum við að nýta tímann í að keyra um, skoða nýja staði og kynnast eyjunni betur.“ Tinna og Brynjar eru dugleg að ferðast um eyjuna og upplifa ævintýri. Aðsend Hún segir að það allra skemmtilegasta við lífið úti sé fólkið, menningin og lífsstíllinn. „Ég hef ferðast mikið en hef aldrei hitt jafn opið og næs fólk, heimamenn gera upplifunina einstaka. Það er líka ákveðin orka sem fylgir því að vera í nýju umhverfi, bæði í daglegu lífi og í litlu augnablikunum sem gera allt spennandi.“ Tinna Sól verður næstu þrjá mánuði á Balí.Aðsend Besti matur sem hún hefur smakkað Heimþráin hefur blessunarlega lítið sem ekkert angrað hana. „Ég held það sé aðallega vegna þess að ég hef komið hingað áður og kannast við mig hérna. Maður finnur þó stundum hvað maður er langt frá Íslandi, sérstaklega vegna tímamismunarins.“ Lífið á Balí er gjörólíkt því sem þekkist hérlendis og segist Tinna sérstaklega hafa þurft að venjast götunum úti. „Það er rosa lítið um gangstéttir og allir ferðast um á vespum. Annað sem kom mér á óvart er að við höfum aldrei eldað heima, það er lítið um það hér og algengara að fara á veitingastað eða panta mat.“ Tinna segist aldrei hafa smakkað jafn góðan mat og á Balí.Aðsend Maturinn stendur að mati Tinnu algjörlega upp úr þegar það kemur að öllum góðu kostum Balís. „Lókal maturinn er bara besti matur sem ég hef smakkað. Svo er það auðvitað fólkið, menningin og þessi rólegi lífsstíll. Við fórum líka í ferð til Ubud um daginn sem var algjör draumur en á næstu mánuðum ætlum við að nýta tímann hér til fulls og skoða og upplifa sem mest. Ég er sérstaklega spennt að fara á eyjarnar í kring, kynnast nýju fólki og bara njóta,“ segir Tinna Sól brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Tinna Sól Þrastardóttir (@tinnassol) Hér má sjá nokkrar fleiri skemmtilegar myndir frá Tinnu og lífinu á Balí: Vespur eru aðal ferðamátinn á eyjunni.Aðsend Það er lítið um gangstéttir á Balí.Aðsend Draumur!Aðsend Sund í skóginum.Aðsend Skvís!Aðsend Tinna Sól og Brynjar eru mjög dugleg að skoða nýja staði.Aðsend Tinna Sól í náttúrufegurðinni.Aðsend Lífið á Balí er næs.Aðsend Íslendingar erlendis Indónesía Ástin og lífið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Balí og Barcelona „Ég flutti til Balí vegna þess að hluti af náminu mínu er starfsnám sem gefur mér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum. Ég ákvað því að grípa tækifærið og eyða næstu mánuðum hér, sérstaklega þar sem ég hef komið hingað tvisvar áður og Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu,“ segir Tinna Sól en hjúin, sem eru bæði í starfsnámi á Balí, hafa verið úti í rúman mánuð og verða í þrjá mánuði í viðbót. Tinna Sól býr með Brynjari kærasta sínum úti.Aðsend Tinna Sól er mikil ævintýramanneskja og stundar nám við ferðamannastjórnun í Barcelona. „Ég hef búið í Barcelona síðastliðin þrjú ár. Það hefur verið ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík upplifun og eftir starfsnámið á Balí fer ég aftur þangað.“ Hjúin elska lífið á Balí.Aðsend Draumasólsetur alla daga Hún segir daglegt líf á Balí mjög þægilegt. „Virku dagarnir eru frekar í rútínu, vinna, sólbað og ræktin. Síðan er algengt að fara seinnipartinn niður á strönd og horfa á sólsetrið, sem ég elska. Um helgar reynum við að nýta tímann í að keyra um, skoða nýja staði og kynnast eyjunni betur.“ Tinna og Brynjar eru dugleg að ferðast um eyjuna og upplifa ævintýri. Aðsend Hún segir að það allra skemmtilegasta við lífið úti sé fólkið, menningin og lífsstíllinn. „Ég hef ferðast mikið en hef aldrei hitt jafn opið og næs fólk, heimamenn gera upplifunina einstaka. Það er líka ákveðin orka sem fylgir því að vera í nýju umhverfi, bæði í daglegu lífi og í litlu augnablikunum sem gera allt spennandi.“ Tinna Sól verður næstu þrjá mánuði á Balí.Aðsend Besti matur sem hún hefur smakkað Heimþráin hefur blessunarlega lítið sem ekkert angrað hana. „Ég held það sé aðallega vegna þess að ég hef komið hingað áður og kannast við mig hérna. Maður finnur þó stundum hvað maður er langt frá Íslandi, sérstaklega vegna tímamismunarins.“ Lífið á Balí er gjörólíkt því sem þekkist hérlendis og segist Tinna sérstaklega hafa þurft að venjast götunum úti. „Það er rosa lítið um gangstéttir og allir ferðast um á vespum. Annað sem kom mér á óvart er að við höfum aldrei eldað heima, það er lítið um það hér og algengara að fara á veitingastað eða panta mat.“ Tinna segist aldrei hafa smakkað jafn góðan mat og á Balí.Aðsend Maturinn stendur að mati Tinnu algjörlega upp úr þegar það kemur að öllum góðu kostum Balís. „Lókal maturinn er bara besti matur sem ég hef smakkað. Svo er það auðvitað fólkið, menningin og þessi rólegi lífsstíll. Við fórum líka í ferð til Ubud um daginn sem var algjör draumur en á næstu mánuðum ætlum við að nýta tímann hér til fulls og skoða og upplifa sem mest. Ég er sérstaklega spennt að fara á eyjarnar í kring, kynnast nýju fólki og bara njóta,“ segir Tinna Sól brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Tinna Sól Þrastardóttir (@tinnassol) Hér má sjá nokkrar fleiri skemmtilegar myndir frá Tinnu og lífinu á Balí: Vespur eru aðal ferðamátinn á eyjunni.Aðsend Það er lítið um gangstéttir á Balí.Aðsend Draumur!Aðsend Sund í skóginum.Aðsend Skvís!Aðsend Tinna Sól og Brynjar eru mjög dugleg að skoða nýja staði.Aðsend Tinna Sól í náttúrufegurðinni.Aðsend Lífið á Balí er næs.Aðsend
Íslendingar erlendis Indónesía Ástin og lífið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira