Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 15:38 Sigurbjörg Erla, Björn Leví og Þórhildur Sunna. Samsett Ný stefna var tekin á aðalfundi Pírata í gær þegar tillaga um að taka upp formanns- og varaformannsembætti í flokknum var samþykkt. Enginn hefur stigið fram og sagst vilja leiða flokkinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var lengi andlit flokksins en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að bjóða sig fram. Hún sé tekin til starfa á öðrum vettvangi og hafi ekki tíma né áhuga á að taka við slíku embætti. Þórhildur Sunna, sem hefur lengi talað fyrir því að setja á laggirnar slíka pólitíska stjórn, var þingflokksformaður Pírata 2017-2019 og 2023-2024. Hún var efst á lista fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en Píratar náði ekki manni inn á þing. „Ekki séns,“ segir Björn Leví Gunnarsson og bætir við að hans tíma í stjórnmálum sé kominn að lokum. Hann var þingmaður Pírata árin 2017 til árið 2024. Hann leiddi lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum árið 2024 en hlaut ekki kjör. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segist ekki hafa hugað að því hvort að hún myndi bjóða sig fram. Hún telur það samt afar ólíklegt að hún komi til með að sækjast eftir embættinu. Í viðtali við fréttastofu í gær sagði Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, að hún hefði áhuga á embættinu en situr núna í framkvæmdastjórn flokksins og telur það líklegt að hún vilji heldur halda áfram í því starfi. Fréttastofa náði ekki í Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, við vinnslu fréttarinnar. Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var lengi andlit flokksins en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að bjóða sig fram. Hún sé tekin til starfa á öðrum vettvangi og hafi ekki tíma né áhuga á að taka við slíku embætti. Þórhildur Sunna, sem hefur lengi talað fyrir því að setja á laggirnar slíka pólitíska stjórn, var þingflokksformaður Pírata 2017-2019 og 2023-2024. Hún var efst á lista fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en Píratar náði ekki manni inn á þing. „Ekki séns,“ segir Björn Leví Gunnarsson og bætir við að hans tíma í stjórnmálum sé kominn að lokum. Hann var þingmaður Pírata árin 2017 til árið 2024. Hann leiddi lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum árið 2024 en hlaut ekki kjör. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segist ekki hafa hugað að því hvort að hún myndi bjóða sig fram. Hún telur það samt afar ólíklegt að hún komi til með að sækjast eftir embættinu. Í viðtali við fréttastofu í gær sagði Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, að hún hefði áhuga á embættinu en situr núna í framkvæmdastjórn flokksins og telur það líklegt að hún vilji heldur halda áfram í því starfi. Fréttastofa náði ekki í Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, við vinnslu fréttarinnar.
Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira