Efast um að olíuleit beri árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 20:07 Jessica Poteet er jarðfræðingur. Sýn Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“ Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“
Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira