Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2025 20:04 Plokkara vinkonurnar á Selfossi með viðurkenningarskjalið sitt. Frá vinstri, Ágústa, Sigrún, Gunndís og Katrín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira