Handbolti

Sex­tán marka tap gegn Dönum stað­reynd

Siggeir Ævarsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Íslands í dag. Myndin er úr leik Íslands og Hollands á Evrópumótinu í fyrra.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Íslands í dag. Myndin er úr leik Íslands og Hollands á Evrópumótinu í fyrra. Vísir/Getty

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt gegn Dönum í vináttulandsleik í dag en liðið hefur verið við æfingar síðan á mánudag.

Danska landsliðið er afar sterkt og endaði til að mynda í 2. sæti á EM í fyrra og fyrirfram var því ljóst að við ramman reip yrði að draga ekki síst vegna þess að íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum töluverða endurnýjun. Af þeim 16 leikmönnum sem skipuðu hóp Íslands í dag voru þrír nýliðar og fjórir leikmenn sem höfðu leikið tíu landsleiki eða færri.

Danir náðu fljótt upp góðu forskoti í dag og gáfu það aldrei eftir. Staðan 23-12 í hálfleik og lokatölur 39-23 í þessum æfingaleik.

Mörk Íslands:

Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 2/1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Dana Björg Guðmundsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7, Sara Sif Helgadóttir 3.

Upplýsingar um markaskorara Íslands fengnar af handbolti.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×