Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2025 13:20 Gestur Pétursson er forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar sem yfirfer nú rannsóknargögn frá því síðast var leitað að olíu á Drekasvæðinu. Veitur/Getty Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira