Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 13:16 Pressan er gríðarleg á Ruben Amorim sem veitir ekki af góðri frammistöðu gegn Chelsea á morgun. Getty/Shaun Brooks Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði ekkert óvenjulegt við fundinn sem minnihlutaeigandinn Jim Ratcliffe átti með honum í gær. Portúgalinn staðfesti að þeir Mason Mount og Matheus Cunha hefðu jafnað sig af meiðslum og gætu mætt Chelsea á morgun. Leikurinn gegn Chelsea er afar mikilvægur fyrir United sem er aðeins með fjögur stig eftir fjórar umferðir, eftir 3-0 skellinn gegn Manchester City um síðustu helgi. Umræða hefur verið um það hvort að leikurinn á morgun gæti orðið síðasti leikur United undir stjórn Amorim og fregnir af því að Ratcliffe hefði flogið með þyrlu til fundar við hann í gær þóttu undirstrika hve viðkvæm staðan væri orðin. Amorim var spurður út í fundinn á blaðamannafundi í dag og bauð upp á létt grín. „Hann var að bjóða mér nýjan samning!“ sagði Portúgalinn léttur en bætti svo við: „Nei, þetta var bara hefðbundið til að sýna stuðning, útskýra að þetta væri langtímaverkefni. Hann sagði margoft að þetta væri fyrsta leiktíðin mín - fyrir mér er það ekki þannig,“ sagði Amorim. „En þetta var bara hefðbundið. Ég ræddi við hann, við Omar [Berrada], Jason [Wilcox] bara til að reyna að sjá öll gögn varðandi liðið. Venjulegur fundur og við höfum átt þá nokkra,“ sagði Amorim. Hann var einnig spurður út í það hvernig yrði að fá Alejandro Garnacho aftur á Old Trafford, nú í búningi Chelsea: „Garnacho er ekki okkar leikmaður. Ég einbeiti mér að okkar leikmönnum. Ég er mjög ánægður með að Mason og Cunha séu komnir aftur. Þið verðið að tala um aðra við stjóra Chelsea,“ sagði Portúgalinn. Hann sagði liðið hins vegar enn sakna Lisandro Martínez og að miðvörðurinn væri leikmaður sem United þyrfti á að halda. Diogo Dalot er einnig frá keppni vegna meiðsla. Leikur Manchester United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun, í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Leikurinn gegn Chelsea er afar mikilvægur fyrir United sem er aðeins með fjögur stig eftir fjórar umferðir, eftir 3-0 skellinn gegn Manchester City um síðustu helgi. Umræða hefur verið um það hvort að leikurinn á morgun gæti orðið síðasti leikur United undir stjórn Amorim og fregnir af því að Ratcliffe hefði flogið með þyrlu til fundar við hann í gær þóttu undirstrika hve viðkvæm staðan væri orðin. Amorim var spurður út í fundinn á blaðamannafundi í dag og bauð upp á létt grín. „Hann var að bjóða mér nýjan samning!“ sagði Portúgalinn léttur en bætti svo við: „Nei, þetta var bara hefðbundið til að sýna stuðning, útskýra að þetta væri langtímaverkefni. Hann sagði margoft að þetta væri fyrsta leiktíðin mín - fyrir mér er það ekki þannig,“ sagði Amorim. „En þetta var bara hefðbundið. Ég ræddi við hann, við Omar [Berrada], Jason [Wilcox] bara til að reyna að sjá öll gögn varðandi liðið. Venjulegur fundur og við höfum átt þá nokkra,“ sagði Amorim. Hann var einnig spurður út í það hvernig yrði að fá Alejandro Garnacho aftur á Old Trafford, nú í búningi Chelsea: „Garnacho er ekki okkar leikmaður. Ég einbeiti mér að okkar leikmönnum. Ég er mjög ánægður með að Mason og Cunha séu komnir aftur. Þið verðið að tala um aðra við stjóra Chelsea,“ sagði Portúgalinn. Hann sagði liðið hins vegar enn sakna Lisandro Martínez og að miðvörðurinn væri leikmaður sem United þyrfti á að halda. Diogo Dalot er einnig frá keppni vegna meiðsla. Leikur Manchester United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira