Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 10:33 Flestir bátarnir eru smábátar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku. Í fréttatilkynningu frá Samgöngustofu segir að Samgöngustofa hafi framkvæmt úrtaksskoðanir á gúmmíbjörgunarbátum sem þjónustuaðilinn skoðaði frá miðju síðasta ári. Í ljós hafi komið tilvik þar sem frágangur á bátunum var ekki fullnægjandi. Til að standa vörð um öryggi sjófarenda hafi Samgöngustofa ákveðið að ógilda allar umræddar skoðanir frá miðju síðasta ári. Skipin sem í hlut eiga teljist því óhaffær samkvæmt skipalögum þar til endurtekin skoðun á gúmmíbjörgunarbátum hefur farið fram. Fengu ábendingu Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við Vísi að ráðist hafi verið í úrtaksskoðanirnar vegna ábendingar um ófullnægjandi frágang á gúmmíbjörgunarbát. Við eftirlitið hafi komið í ljós tilvik þar sem frágangur var ekki fullnægjandi. Hún segir að bátarnir sem þjónustuaðilinn skoðaði, og svipta hafi þurft haffærisskírteini, séu um 120 talsins og flestir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafi þó aðeins lítill hluti þeirra, átján, verið á sjó undanfarnar vikur. „Það þýðir að viðbragðið í bráð er ekki jafnaðkallandi og fjöldinn gefur til kynna.“ Skilaði starfsleyfinu Þórhildur segir að þjónustuaðilinn sem um ræðir hafi skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu eftir að málið kom upp. Þá muni hann greiða fyrir enduskoðun allra þeirra báta sem þurfti að svipta skírteininu. „Allar þessar útgerðir hafa fengið bréf frá okkur sem segir til um næstu skref. Þeirra leið er að láta endurskoða gúmmíbjörgunarbátinn hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Við höfum og munum leita allra leiða til að tryggja gott samstarf og sýna þann sveigjanleika sem mögulegt er. Til dæmis með því að nýta þau úrræði og þær leiðir sem til eru, en um leið að tryggja öryggi fyrst og fremst.“ Loks segir hún að Samgöngustofa muni koma í veg fyrir sig að atvikið endurtaki sig. „Samgöngustofa mun fylgja málinu eftir með nauðsynlegum úrbótum, meðal annars með hertu eftirliti, endurskoðun á verkferlum, markvissara samstarfi við þjónustuaðila og aukinni fræðslu fyrir útgerðir. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Samgöngustofu segir að Samgöngustofa hafi framkvæmt úrtaksskoðanir á gúmmíbjörgunarbátum sem þjónustuaðilinn skoðaði frá miðju síðasta ári. Í ljós hafi komið tilvik þar sem frágangur á bátunum var ekki fullnægjandi. Til að standa vörð um öryggi sjófarenda hafi Samgöngustofa ákveðið að ógilda allar umræddar skoðanir frá miðju síðasta ári. Skipin sem í hlut eiga teljist því óhaffær samkvæmt skipalögum þar til endurtekin skoðun á gúmmíbjörgunarbátum hefur farið fram. Fengu ábendingu Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við Vísi að ráðist hafi verið í úrtaksskoðanirnar vegna ábendingar um ófullnægjandi frágang á gúmmíbjörgunarbát. Við eftirlitið hafi komið í ljós tilvik þar sem frágangur var ekki fullnægjandi. Hún segir að bátarnir sem þjónustuaðilinn skoðaði, og svipta hafi þurft haffærisskírteini, séu um 120 talsins og flestir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafi þó aðeins lítill hluti þeirra, átján, verið á sjó undanfarnar vikur. „Það þýðir að viðbragðið í bráð er ekki jafnaðkallandi og fjöldinn gefur til kynna.“ Skilaði starfsleyfinu Þórhildur segir að þjónustuaðilinn sem um ræðir hafi skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu eftir að málið kom upp. Þá muni hann greiða fyrir enduskoðun allra þeirra báta sem þurfti að svipta skírteininu. „Allar þessar útgerðir hafa fengið bréf frá okkur sem segir til um næstu skref. Þeirra leið er að láta endurskoða gúmmíbjörgunarbátinn hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Við höfum og munum leita allra leiða til að tryggja gott samstarf og sýna þann sveigjanleika sem mögulegt er. Til dæmis með því að nýta þau úrræði og þær leiðir sem til eru, en um leið að tryggja öryggi fyrst og fremst.“ Loks segir hún að Samgöngustofa muni koma í veg fyrir sig að atvikið endurtaki sig. „Samgöngustofa mun fylgja málinu eftir með nauðsynlegum úrbótum, meðal annars með hertu eftirliti, endurskoðun á verkferlum, markvissara samstarfi við þjónustuaðila og aukinni fræðslu fyrir útgerðir.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira