Raunvirði íbúða lækkar á ný Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 18. september 2025 22:34 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Sigurjón Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira