Innlent

Í­búar þurfa ekki lengur að sjóða neyslu­vatn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stöðvarfjörður.
Stöðvarfjörður. Vísir/Vilhelm

Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Rætt var við Evu Jörgensen, íbúa á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði, í hádegisfréttum Bylgjunnar í síðustu viku, þegar íbúar þurftu í annað sinn á mánuði að sjóða neysluvatn vegna E Coli sýkingar í vatninu.

Eva sagði ástandið hafa mikil áhrif á daglegt líf.

„Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva.

Fólk hefði þegar veikst og það treysti ekki lengur vatnsbólinu.

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði vandamálið hins vegar brátt myndu heyra sögunni til, þar sem fjárfest hefði verið í svokölluðu „geislunartæki“.


Tengdar fréttir

Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til

E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×