„Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. september 2025 19:50 Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur UMFN Njarðvíkingar leiða einvígi sitt gegn Keflvíkingum með tveimur mörkum gegn einu í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni um laust sæti í Bestu deild karla. „Alltaf gott og erfitt að koma til Keflavíkur og ná einhverju út úr því, hvað þá vinna“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Njarðvíkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og voru því snemma komnir í þægilega stöðu í leiknum. „Mér fannst við gera virkilega vel og vorum eiginlega óheppnir að bæta ekki við ef ég á að segja alveg eins og er. Við fengum tækifæri þar sem það munaði nokkrum sentimetrum uppá að menn væru komnir í gegn og fleirra“ „Mér fannst það sem við lögðum upp með í leiknum ganga bara fullkomnlega upp í fyrri hálfleik og bara virkilega stoltur af strákunum“ Það var ekki alveg sami kraftur í gestunum í seinni hálfleik. „Svo kemur seinni hálfleikur og ég skil ekki afhverju en þeir eru helvíti góðir þarna á vedur.is eða eitthvað að átta sig á því að það er allt í einu komið brjálað rok á annað markið í seinni hálfleik svo þeir fengu svona smá 'momentum' með sér og við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum ofar á völlinn“ „Það kemur smá rót á þetta og þeir ná markinu í því augnabliki en ég er samt mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn og gerðum þetta bara virkilega vel. Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma og við gerðum það bara og ég er mjög stoltur af strákunum“ Njarðvíkingar verða á Oumar Diocuk í seinni leik liðana en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. „Við erum með góðan hóp. Við erum búnir að vera virkilega góðir allt tímabilið finnst mér og auðvitað er nátturlega vont fyrir okkur að missa okkar hættulegasta mann. Oumar Diouck er nátturlega búin að vera stórkostlegur á þessu móti finnst mér og mér finnst hann búin að vera besti leikmaðurinn í þessu móti yfir heildina“ „Auðvitað verður erfitt að missa hann fyrir þennan leik en það kemur bara maður í manns stað og við vitum alveg hvað við þurfum þá að gera og við förum bara vel yfir það núna á næstu dögum fyrir leik á sunnudaginn og við verðum klárir“ Það var einstaklega vel mætt í stúkunni í kvöld og stuðningurinn skiptir miklu máli að mati Gunnars Heiðars. „Þetta var frábært, virkilega. Þau komu líka hérna á Ljósanótt og studdu okkur áfram og þetta er akkúrat það sem við þurfum og sérstaklega núna á þessum tímapunkti þar sem menn eru orðnir rosalega þreyttir að þá er þessi gamli góði tólfti maður“ „Þessi stuðningur úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli því að það er auðveldara fyrir leikmenn að hlaupa þennan extra metra eða gera þetta extra þegar þú finnur fyrir þessum stuðningi í stúkunni sem ýtir þér áfram í að gera þetta“ UMF Njarðvík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
„Alltaf gott og erfitt að koma til Keflavíkur og ná einhverju út úr því, hvað þá vinna“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Njarðvíkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og voru því snemma komnir í þægilega stöðu í leiknum. „Mér fannst við gera virkilega vel og vorum eiginlega óheppnir að bæta ekki við ef ég á að segja alveg eins og er. Við fengum tækifæri þar sem það munaði nokkrum sentimetrum uppá að menn væru komnir í gegn og fleirra“ „Mér fannst það sem við lögðum upp með í leiknum ganga bara fullkomnlega upp í fyrri hálfleik og bara virkilega stoltur af strákunum“ Það var ekki alveg sami kraftur í gestunum í seinni hálfleik. „Svo kemur seinni hálfleikur og ég skil ekki afhverju en þeir eru helvíti góðir þarna á vedur.is eða eitthvað að átta sig á því að það er allt í einu komið brjálað rok á annað markið í seinni hálfleik svo þeir fengu svona smá 'momentum' með sér og við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum ofar á völlinn“ „Það kemur smá rót á þetta og þeir ná markinu í því augnabliki en ég er samt mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn og gerðum þetta bara virkilega vel. Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma og við gerðum það bara og ég er mjög stoltur af strákunum“ Njarðvíkingar verða á Oumar Diocuk í seinni leik liðana en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. „Við erum með góðan hóp. Við erum búnir að vera virkilega góðir allt tímabilið finnst mér og auðvitað er nátturlega vont fyrir okkur að missa okkar hættulegasta mann. Oumar Diouck er nátturlega búin að vera stórkostlegur á þessu móti finnst mér og mér finnst hann búin að vera besti leikmaðurinn í þessu móti yfir heildina“ „Auðvitað verður erfitt að missa hann fyrir þennan leik en það kemur bara maður í manns stað og við vitum alveg hvað við þurfum þá að gera og við förum bara vel yfir það núna á næstu dögum fyrir leik á sunnudaginn og við verðum klárir“ Það var einstaklega vel mætt í stúkunni í kvöld og stuðningurinn skiptir miklu máli að mati Gunnars Heiðars. „Þetta var frábært, virkilega. Þau komu líka hérna á Ljósanótt og studdu okkur áfram og þetta er akkúrat það sem við þurfum og sérstaklega núna á þessum tímapunkti þar sem menn eru orðnir rosalega þreyttir að þá er þessi gamli góði tólfti maður“ „Þessi stuðningur úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli því að það er auðveldara fyrir leikmenn að hlaupa þennan extra metra eða gera þetta extra þegar þú finnur fyrir þessum stuðningi í stúkunni sem ýtir þér áfram í að gera þetta“
UMF Njarðvík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira