Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 15:33 Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram á uppleið. Getty/Aitor Alcalde Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að hækka sig á heimslista áhugamanna í golfi og er að nálgast topp tíu listann, eftir frábært mót í Illionis í gær. Hann verður svo í beinni útsendingu á Golf Channel í kvöld. Gunnlaugur Árni endaði í 2. sæti á Jackson T. Stephens Cup í gær eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir William Sides úr SMU. Á mótinu voru kylfingar úr sex af sterkari skólum bandaríska háskólagolfsins, en Gunnlaugur Árni keppir fyrir Louisiana State University. Gunnlaugur lék frábært golf, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrstu tíu holum fyrsta hrings, því hann fékk aðeins einn skolla á þeim 44 holum sem eftir voru. Á öðrum hringnum lék hann á sex höggum undir pari, tapaði ekki höggi, og átti enginn betri hring á mótinu. Skóli Gunnlaugs vann svo liðakeppnina, þar sem bestu samanlögðu skor liðsins töldu á hverjum degi. Í dag mætast efstu tvö liðin svo í úrslitaleik mótsins en það eru LSU og North Carolina. Fimm kylfingar eru í hvoru liði og spilar hver þeirra tvímenning, og mun Gunnlaugur Árni mæta Bandaríkjamanninum Keaton Vo sem lék best allra úr North Carolina skólanum og endaði aðeins höggi á eftir Gunnlaugi. Golfsamband Íslands bendir á að úrslitaleikurinn verði í beinni útsendingu á Golf Channel. Gunnlaugur Árni er í 14. sæti heimslista áhugamanna en mun líklega fara upp í 11. eða 12. sæti eftir árangurinn í Illinois. Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur Árni endaði í 2. sæti á Jackson T. Stephens Cup í gær eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir William Sides úr SMU. Á mótinu voru kylfingar úr sex af sterkari skólum bandaríska háskólagolfsins, en Gunnlaugur Árni keppir fyrir Louisiana State University. Gunnlaugur lék frábært golf, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrstu tíu holum fyrsta hrings, því hann fékk aðeins einn skolla á þeim 44 holum sem eftir voru. Á öðrum hringnum lék hann á sex höggum undir pari, tapaði ekki höggi, og átti enginn betri hring á mótinu. Skóli Gunnlaugs vann svo liðakeppnina, þar sem bestu samanlögðu skor liðsins töldu á hverjum degi. Í dag mætast efstu tvö liðin svo í úrslitaleik mótsins en það eru LSU og North Carolina. Fimm kylfingar eru í hvoru liði og spilar hver þeirra tvímenning, og mun Gunnlaugur Árni mæta Bandaríkjamanninum Keaton Vo sem lék best allra úr North Carolina skólanum og endaði aðeins höggi á eftir Gunnlaugi. Golfsamband Íslands bendir á að úrslitaleikurinn verði í beinni útsendingu á Golf Channel. Gunnlaugur Árni er í 14. sæti heimslista áhugamanna en mun líklega fara upp í 11. eða 12. sæti eftir árangurinn í Illinois.
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira