Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 14:13 Stjörnumenn komu sér af fullum þunga í titilbaráttuna með sigri gegn Val í síðustu umferð fyrir skiptingu Bestu deildarinnar. Sekt upp á 150 þúsund skyggir tæplega á gleðina yfir því. vísir/Anton Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur nú staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar þess efnis að knattspyrnudeild Stjörnunnar skuli greiða 150.000 krónur í sekt fyrir að hafa fyllt út leikskýrslu með röngum hætti. KA kærði Stjörnuna eftir leik liðanna á Samsungvellinum í Garðabæ þann 31. ágúst, í Bestu deild karla, vegna meintra leikskýrslubrellna Stjörnumanna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fór mikinn í viðtölum eftir leikinn, og hraunaði yfir slæma gestrisni Garðbæinga, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði: „Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur.“ Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur— saevar petursson (@saevarp) August 31, 2025 Stjörnumenn þvertóku hins vegar fyrir að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út, eða skilað of seint inn á vef KSÍ. Ljóst er að þeir brutu að þessu sinni reglur með því að fylla ranglega út upplýsingar um aðstoðarþjálfara í leiknum við KA. Ekki kemur skýrt fram í dómi Áfrýjunardómstóls hvort eða hve mikið það að skila skýrslu seint hafi haft áhrif á sektina. Mælst er til þess í leikjahandbók KSÍ að lið skili inn réttri leikskýrslu að minnsta kosti klukkutíma fyrir hvern leik, og hún birtist svo klukkutíma fyrir leik á vef KSÍ. Hún skal svo afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Fyrri dæmi eru um það að rangt útfyllt skýrsla frá Stjörnunni birtist á vefnum sem er svo leiðrétt áður en dómarinn fær hana, og hafa Stjörnumenn verið gagnrýndir fyrir þetta. KA-menn fóru fram á að Stjörnunni yrði dæmt 3-0 tap og að þjálfari eða forráðamaður félagsins yrði látinn sæta viðurlögum en þeim kröfum hefur nú verið hafnað á báðum dómstigum KSÍ. Niðurstaðan er sem fyrr segir 150 þúsund króna sekt. Dóm Áfrýjunardómstóls KSÍ má lesa hér. Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
KA kærði Stjörnuna eftir leik liðanna á Samsungvellinum í Garðabæ þann 31. ágúst, í Bestu deild karla, vegna meintra leikskýrslubrellna Stjörnumanna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fór mikinn í viðtölum eftir leikinn, og hraunaði yfir slæma gestrisni Garðbæinga, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði: „Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur.“ Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því. Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur— saevar petursson (@saevarp) August 31, 2025 Stjörnumenn þvertóku hins vegar fyrir að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út, eða skilað of seint inn á vef KSÍ. Ljóst er að þeir brutu að þessu sinni reglur með því að fylla ranglega út upplýsingar um aðstoðarþjálfara í leiknum við KA. Ekki kemur skýrt fram í dómi Áfrýjunardómstóls hvort eða hve mikið það að skila skýrslu seint hafi haft áhrif á sektina. Mælst er til þess í leikjahandbók KSÍ að lið skili inn réttri leikskýrslu að minnsta kosti klukkutíma fyrir hvern leik, og hún birtist svo klukkutíma fyrir leik á vef KSÍ. Hún skal svo afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Fyrri dæmi eru um það að rangt útfyllt skýrsla frá Stjörnunni birtist á vefnum sem er svo leiðrétt áður en dómarinn fær hana, og hafa Stjörnumenn verið gagnrýndir fyrir þetta. KA-menn fóru fram á að Stjörnunni yrði dæmt 3-0 tap og að þjálfari eða forráðamaður félagsins yrði látinn sæta viðurlögum en þeim kröfum hefur nú verið hafnað á báðum dómstigum KSÍ. Niðurstaðan er sem fyrr segir 150 þúsund króna sekt. Dóm Áfrýjunardómstóls KSÍ má lesa hér. Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.
Úr Handbók leikja KSÍ: Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti