Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. september 2025 22:06 Erna Katrín Árnadóttir og Ásta Dagmar Melsted eru ásamt fleiri foreldrum á Seltjarnarnesi ósáttar með stöðu leikskólamála í bæjarfélaginu. Vísir Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum. Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum.
Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira