Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 09:32 Mikil reikistefna var undir lok leiksins. Handknattleiksdeild Harðar birti harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni eftir tap liðsins fyrir ÍBV 2, 36-35, í Powerade-bikar karla í gær. Harðverjar eru afar ósáttir við atvik undir lok leiksins. Pistillinn á Facebook-síðu Harðar hefst á orðunum: Í kvöld töpuðu íþróttirnar. Það á enginn að vilja vinna þegar haft er rangt við. Síðan er atburðarrás kvöldsins rakin. Þar segir að Harðverjar hafi gert athugasemdir við dómara leiksins og framkvæmdastjóra HSÍ vegna starfsmanna á ritaraborði sem þeim þóttu vera full ungir. Jafnframt segir að enginn fulltrúi Eyjamanna hafi verið mættur á tæknifund klukkutíma fyrir leikinn en skýrsla ÍBV hafi verið tilbúin hálftíma fyrir leikinn. Það er hins vegar atvik undir lok leiksins sem Ísfirðingar eru ósáttastir við. Harðverjar voru með boltann í stöðunni 34-35 og gátu komist tveimur mörkum yfir. Þjálfari þeirra, Pedro Daniel Dos Santos Nunes, setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið. Leikurinn var hins vegar ekki stöðvaður og nokkrum sekúndum seinna var boltinn dæmdur af Harðverjum, þeim til lítillar ánægju. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Pedro mótmælti harðlega og fékk rautt spjald og Harðverjar voru því aðeins þrír eftir í vörninni. Eftir leikhlé nýtti ÍBV sér liðsmuninn og Gabríel Martinez Róbertsson jafnaði í 35-35. Hörður fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn, Endijs Kusners fór í gegnum vörn ÍBV en Björn Viðar Björnsson, markvörður Eyjamanna, varði. Boltinn barst svo fram völlinn á Gabríel sem skoraði sigurmark ÍBV, 36-35. Lokamínútur leiksins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í pistlinum á Facebook-síðu Harðar segir að þjálfari ÍBV, Hilmar Ágúst Björnsson, hafi beðið Pedro afsökunar eftir leikinn, að hafa ekkert sagt þegar Hörður óskaði eftir leikhléinu. Jafnframt segir að dómarar leiksins hafi ekki viljað skoða upptöku af atvikinu. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á leiknum eins og Handkastið greindi frá. Í frétt Handkastsins í gærkvöldi kemur fram að dómarar leiksins, þeir Árni Þór Þorvaldsson og Bogdan Dumitrel Ana Gherman, hafi þurft lögreglufylgd í Herjólf og að Pedro hafi hótað þeim. Harðverjar segja þetta af og frá. Dómarar leiksins hefðu ekki þurft neina lögreglufylgd og Pedro hafi engum hótað. Powerade-bikarinn Hörður ÍBV Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Pistillinn á Facebook-síðu Harðar hefst á orðunum: Í kvöld töpuðu íþróttirnar. Það á enginn að vilja vinna þegar haft er rangt við. Síðan er atburðarrás kvöldsins rakin. Þar segir að Harðverjar hafi gert athugasemdir við dómara leiksins og framkvæmdastjóra HSÍ vegna starfsmanna á ritaraborði sem þeim þóttu vera full ungir. Jafnframt segir að enginn fulltrúi Eyjamanna hafi verið mættur á tæknifund klukkutíma fyrir leikinn en skýrsla ÍBV hafi verið tilbúin hálftíma fyrir leikinn. Það er hins vegar atvik undir lok leiksins sem Ísfirðingar eru ósáttastir við. Harðverjar voru með boltann í stöðunni 34-35 og gátu komist tveimur mörkum yfir. Þjálfari þeirra, Pedro Daniel Dos Santos Nunes, setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið. Leikurinn var hins vegar ekki stöðvaður og nokkrum sekúndum seinna var boltinn dæmdur af Harðverjum, þeim til lítillar ánægju. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Pedro mótmælti harðlega og fékk rautt spjald og Harðverjar voru því aðeins þrír eftir í vörninni. Eftir leikhlé nýtti ÍBV sér liðsmuninn og Gabríel Martinez Róbertsson jafnaði í 35-35. Hörður fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn, Endijs Kusners fór í gegnum vörn ÍBV en Björn Viðar Björnsson, markvörður Eyjamanna, varði. Boltinn barst svo fram völlinn á Gabríel sem skoraði sigurmark ÍBV, 36-35. Lokamínútur leiksins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í pistlinum á Facebook-síðu Harðar segir að þjálfari ÍBV, Hilmar Ágúst Björnsson, hafi beðið Pedro afsökunar eftir leikinn, að hafa ekkert sagt þegar Hörður óskaði eftir leikhléinu. Jafnframt segir að dómarar leiksins hafi ekki viljað skoða upptöku af atvikinu. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á leiknum eins og Handkastið greindi frá. Í frétt Handkastsins í gærkvöldi kemur fram að dómarar leiksins, þeir Árni Þór Þorvaldsson og Bogdan Dumitrel Ana Gherman, hafi þurft lögreglufylgd í Herjólf og að Pedro hafi hótað þeim. Harðverjar segja þetta af og frá. Dómarar leiksins hefðu ekki þurft neina lögreglufylgd og Pedro hafi engum hótað.
Powerade-bikarinn Hörður ÍBV Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti