„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 23:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. vísir/ívar Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“ Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira