Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 14:43 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra afhendir Oddi Sigurðssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll. Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll.
Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira