Sport

Sló heims­metið í fjór­tánda sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Armand Duplantis fagnar eftir að hafa slegið heimsmetið í stangarstökki í enn eitt skiptið.
Armand Duplantis fagnar eftir að hafa slegið heimsmetið í stangarstökki í enn eitt skiptið. getty/Patrick Smith

Svíinn Armand Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki á HM í frjálsum íþróttum í Tókýó í dag.

Eftir að Emmanouil Karalis felldi 6,20 metra var ljóst að Duplantis væri orðinn heimsmeistari. Hann freistaði þess hins vegar að slá heimsmetið sitt sem var 6,29 metrar. 

Duplantis reyndi við 6,30 metra og felldi í fyrstu tveimur tilraununum. Honum tókst svo ætlunarverkið í þriðju tilraun og sló heimsmetið í stangarstökki í fjórtánda sinn.

Sergey Bubka hefur oftast slegið heimsmetið í stangarstökki, eða sautján sinnum á tíu ára tímabili (1984-94). Duplantis hefur hins vegar slegið heimsmetið fjórtán sinnum á aðeins fimm árum.

Hinn 25 ára Duplantis hefur nú þrívegis orðið heimsmeistari utanhúss í stangarstökki auk þess sem hann vann Ólympíugull í greininni 2021 og 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×