Innlent

Vara við svikapóstum um ólög­legar klámsíður og reikninga frá raf­orkusölum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Póstarnir sem fólk hefur verið að fá síðustu vikur og mánuði sem lögreglan segir að fólk eigi að fleygja beint í ruslið.
Póstarnir sem fólk hefur verið að fá síðustu vikur og mánuði sem lögreglan segir að fólk eigi að fleygja beint í ruslið. Aðsendar

Lögregla varar við svikapóstum sem beinast að þeim „eru helteknir af ólöglegum klámsíðum“. Í póstunum segir að lögregla hafi viðkomandi til rannsóknar vegna heimsókna þeirra á tilteknar klámsíðu. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að póstarnir eigi auðvitað ekki við rök að styðjast og eigi að fara beint í ruslið.

Póstur sem er sendur og stimplaður eins og hann sé frá Interpol. Sem hann er alls ekki. Aðsend

Þá varar lögregla einnig við svikapóstum frá Vali raforkusölu þar sem viðskiptavinum er tilkynnt að þeir hafi ekki greitt reikningana.

„Vörum líka við SMS skilaboðum frá raforkusölum eins og þeim sem fylgja þessari færslu. Svona skilaboð eiga líka að fara beinustu leið í ruslið,“ segir í tilkynningunni.

Póstur frá Vali raforkusölu um að viðskiptavinur skuldi. Hér er einnig um svikapóst að ræða. Aðsend
Hér má sjá annað dæmi um skilaboð frá Vali raforkusölu um skuld. Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×