Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2025 12:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir mikilvægt að lögregla hafi brugðist við af festu. Vísir/Vilhelm Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi. Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“ Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41